*

þriðjudagur, 25. júní 2019
Innlent 14. júlí 2017 09:00

Vænta má niðurstöðu í lok árs

Niðurstöður áreiðanleikakönnunnar vegna kaupa Haga á Olís og DGV ehf. hefur verið aflétt.

Ritstjórn
Finnur Árnason er forstjóri Haga.
Haraldur Guðjónsson

Niðurstöður áreiðanleikakönnunnar vegna kaupa Haga á Olís og DGV ehf. hefur verið aflétt og því stendur einungis samþykki Samkeppniseftirlitsins í vegi fyrir því að Hagar stækki talsvert við sig með kaupunum á þessum tveimur fyrirtækjum. 

Þann 26. apríl síðastliðinn tilkynntu Hagar um undirritun kaupsamnings um kaup á öllu hlutafé í Olíuverzlun Íslands hf. (Olís) og fasteignafélagsins DGV ehf. Kaupsamningarnir voru undirritaðir með fyrir vara um niðurstöðu áreiðanleikakönnunnar, sem nú hefur verið aflétt, samþykki hluthafafundar, aukningu hlutafjár og samþykki Samkeppniseftirlitsins.

Gert er ráð fyrir að kaupverðið verði í kringum 9,2 til 10,2 milljarða íslenskra króna. Greitt er annars með reiðufé og hins vegar með afhendingu á 111 milljón hlutum í Högum. Í tilkynningu til Kauphallarinnar kemur einnig fram að vænta má niðurstöðum Samkeppniseftirlitsins í lok árs 2017. Hagar hafa áður tilkynnt um kaup félagsins á Lyfju. 

Stikkorð: Hagar Olís kaupa áreiðanleikakönnun aflétt
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is