Væntingar eru um að Evrópski seðlabankinn muni lækka stýrivexti þegar bankastjórnin kemur saman á fundi í dag.

Sumir vænta þess jafnvel að bankinn muni taka upp neikvæða vexti á innistæður til þess að auka útlán. Þetta myndi þýð að bankastofnanir myndu greiða fyrir það að geyma innstæður í seðlabankanum í stað þess að fá vexti á þessar sömu innistæður.

Mikill slaki er í hagkerfinu á evrusvæðinu. Tölur sem birtar voru á þriðjudaginn sýna að verðbólga er 0,5% í maí. Það er töluvert undir markmiði Evrópska seðlabankans en markmiðið er 2%.

BBC greindi frá.