Hafrannsóknarstofnun kynnir í dag skýrslu um ástand fiskistofna og aflahorfur fyrir komandi fiskveiðiár. Helsta niðurstaðan er að aukning er á ráðlögðu aflamarki í þorski og gullkarfa, stendur í stað varðandi ufsa en minnkar fyrir ýsu og síld.

Ekki stærri í 40 ár

Hrygningarstofn þorsk hefur ekki verið stærri í fjöritíu ár og verður aflamark 244 þúsund tonn á fiskveiðiárinu 2016/2017 sem er fimm þúsund tonnum hærra en á yfirstandandi fiskveiðiári.

Þar sem hrygningarstofn ýsu hefur minnkað og talinn ná lágmarki árið 2017 verður aflamark 34,6 þúsund tonn sem er 1,8 þúsund tonnum lægra en á þessu fiskveiðiári.

Ufsastofninn hefur stækkað undanfarin ár og er nú kominn nálægt meðaltali áranna 1080 til 2015. Verður aflamark það sama og á yfirstandandi fiskveiðiári eða um 55 þúsund tonn en veiðihlutfallið árið 2015 var undir settu marki.

Hrygningarstofn gullkarfa hefur vaxið ört síðan 2004 og verður aflamarkið ef miðað er við aflareglu 52,8 þúsund tonn sem er 1,8 þúsund tonnum meira en það sem ráðlagt var fyrir það fiskveiðiár sem nú stendur yfir.

Líkt og með ýsu er talið að hrygningarstofn síldar verði í lágmarki á næsta ári en það er að hluta til vegna sýkingar sem herjaði á stofninn milli 2008 og 2011. Verður rágjöf um aflamark fyrir komandi fiskveiðiár því 63 þúsund tonn sem er 8 þúsund tonnum lægra en fyrir það sem nú er að líða.