*

föstudagur, 6. ágúst 2021
Innlent 30. maí 2013 17:14

Væntar endurheimtur Landsbankans 1.551 milljarður króna

Á fyrsta fjórðungi þessa árs jukust væntar endurheimtur þrotabús Landsbankans miðað við fast gengi í apríl 2009.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Væntar endurheimtur þrotabús Landsbankans jukust um 9,4 milljarða króna á fyrsta ársfjórðungi þessa árs, að því er kemur fram í frétt á vefsíðu slitastjórnar. Þar kemur einnig fram að styrking krónunnar hafi minnkað væntar endurheimtur í krónum talið um 55,6 milljarða króna sé miðað við gengi krónunnar eins og það er nú.

Reiðufé jókst um 72 milljarða króna. Miðað við gengi krónunnar 22. apríl 2009 nema væntar endurheimtur eigna bankans 1.551 milljarði króna, sem er 226 milljörðum króna meira en bókfært virði forgangskrafna í bú bankans.