Eftir miklar hækkanir eignaverðs víðsvegar um heim síðastliðin tvö ár, frá því að seðlabankar og ríkisstjórnir heimsins brugðust við efnahagsáhrifum heimsfaraldursins með fordæmalitlum örvunaraðgerðum, hafa markaðir verið á nokkuð stöðugri niðurleið það sem af er ári.

Bandaríska hlutabréfavísitalan S&P 500 hefur lækkað um rúm 13% það sem af er ári þrátt fyrir að eiga góða viku að baki, og á lágpunktinum í lok þarsíðustu viku nam árslækkunin hátt í 19%. Evrópska vísitalan STOXX Europe 600 var komin 15% niður á árinu fyrir nokkrum vikum en hefur einnig verið að rétta sig af síðustu daga og er nú aðeins 9,4% lægri en í ársbyrjun. Í Bretlandi er FTSE 250 vísitalan nú 15% lægri en um áramótin en hafði fallið um tæpan fimmtung fyrir nokkrum vikum.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 4.495 kr. á mánuði