Væntingarvísitala Capacent Gallup stendur í 76,7 stigum og hefur hún ekki verið hærri síðan í júlí árið 2008. Vísitalan hefur hækkað fjóra mánuði í röð.

Greining Íslandsbanka bendir á það í Morgunkorni sínu í dag að þegar vísitalan er undir 100 stigum eru fleiri neikvæðir en jákvæðir. Væntingarvísitalan fór undir 100 stigin í febrúar árið 2008 og hefur verið þar síðan.

Deildin bendir á að vísitalan hafi hækkað um 30% síðan hún fór undir 100 stigin.

Öðru fremur eru það væntingar um að bráðum komi betri tíð sem vísitalan hækkar á milli mánaða en undirvísitalan sem mælir væntingar í efnahags- og atvinnulífi næsta hálfa árið stendur nú í 109,9 stigum. Hún hafði verið undir 100 stigunum í tvo mánuði á undan.

Væntingar fylgja gengi krónu

Greiningardeildin segir það verða athyglisvert að fylgjast með þróun vísitölunnar næstu mánuði. Sagan sýni sterka fylgi við gengi krónunnar. Það hafi verið að veikjast hratt síðustu mánuði og gæti það dregið úr væntingum í vor.

Morgunkorn Greiningar Íslandsbanka