Strax í byrjun árs 2007 fóru þeir sem greina viðskiptabanka í Evrópu að efast um framtíðarvöxt og rekstrarskilyrði bankanna. Einn mælikvarði á það er að sjá hve mikið fjárfestar eru tilbúnir að greiða fyrir bókfært eigin fé bankanna. Ef markaðsverð er hærra en bókfært eigin fé telja fjárfestar skilyrði til vaxtar. Þannig voru þeir tilbúnir að greiða meira en 1,5 sinnum eigin fé á árunum 2003 til 2007. Og enn meira árin þar á undan.

Nú um stundir, vegna mikillar óvissu um rekstrarskilyrði og framtíð bankanna, augljóslega vegna evrukrísunnar, hefur þetta hlutfall lækkað frá árinu 2007. Þannig er eigin fé bankanna talið enn minna virði en fært er í ársreikninga þeirra. Er það meðal annars vegna óvissu um eignir og eignasöfn. Nú um stundir er þetta hlutfall rétt yfir 0,5 eins og sjá má á meðfylgjandi mynd sem birt er í ársskýrslu Bankasýslu ríkisins.

Verð viðskiptabanka í Evrópu
Verð viðskiptabanka í Evrópu
© vb.is (vb.is)

Heimild: Bankasýsla ríkisins

Fræðilega er unnt að leysa upp fyrirtæki eins og viðskiptabanka, selja eignir og greiða skuldir, og endurgreiða því næst eigið fé til eigenda . Ef verð viðskiptabanka á hlutabréfamarkaði er 1 (margfaldað einu sinni) á framangreindum mælikvarða, er markaðsverðið jafnt bókfærðu eigin fé