Tryggingamiðstöðin (TM)hefur gengið lengst íslensku félaganna í Kauphöllinni í birtingu eigin afkomuáætlana fyrir rekstrarárið. Í skráningarlýsingu félagsins var birt rekstraráætlun fyrir þetta ár, þar sem gert er ráð fyrir 2,3 milljarða hagnaði fyrir skatta. Fimm kauphallarfélög af níu birta áætlaðar rekstrarstærðir, þar af eru þau þrjú félög sem lengst hafa verið á markaði. Hjá Vodafone, VÍS, Högum og Eimskipi var ákveðið í aðdraganda skráningar að birta ekki opinberlega áætlanir, eða spár, um hagnað eða aðrar rekstrarstærðir.

Hlutafélögum á markaði er ekki skylt að veita upplýsingar um eigin afkomuspár og framtíðarhorfur að mati stjórnenda. Í reglum Kauphallarinnar er félögunum það í sjálfvald sett hvort upplýsingarnar séu veittar.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér .