Óvissa um framtíðareignarhald á nýbyggingu Háskólans í Reykjavík (HR) og lóðar undir óbyggðar höfuðstöðvar Glitnis kann að valda því að vafi leiki á rekstrarhæfi Eignarhaldsfélagsins Fasteignar (Fasteign). Bókfært virði nýbyggingar HR er um 13,2 milljarðar króna en óbyggðu höfuðstöðvarnar eru sagðar þriggja milljarða króna virði.

Finnist ekki lausn á þessum málum á næstunni getur það leitt til þess að eigið fé Fasteignar fari undir það sem skilyrði lánasamninga félagsins um eiginfjárstöðu heimila. Ef það gerist geta lánardrottnar Fasteignar gjaldfellt á félagið og sett það í þrot kjósi þeir svo. Þetta kemur fram í nýbirtum ársreikningi Fasteignar.

_____________________________

Nánar er fjallað um málið í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðins. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum og þeir sem ekki hafa lykilorð geta sótt um það hér .