Rekstrarhæfi Aurláka ehf., félags í eigu Karls Wernerssonar og móðurfélags Lyfja og heilsu, ræðst að hluta af niðurstöðu dómsmáls sem þrotabú Milestone hefur höfðað.

Eigið fé félagsins er nú neikvætt um rúman milljarð króna. Í málinu krefst Milestone þess að Aurláki greiði 970 milljónir króna. Málið á rætur að rekja til málshöfðunar þrotabús Milestone á hendur Leiftra ltd. þar sem þess var krafist að tilteknum ráðstöfunum yrði rift og Leiftra gert að skila þrotabúi Milestone kröfu á hendur Aurláka. Niðurstaða í héraði var Milestone í vil. Skilningur þrotabúsins er að með niðurstöðu dómsins hafi orðið kröfuhafaskipti og að Aurláki skuldi því búinu umrædda fjárhæð.

Stjórnendur Aurláka telja hins vegar að niðurstaða dómsins hafi ekki haft í för með sér lsík kröfuhafaskipti, auk þess sem krafan hafi verið felld niður við fjárhagslega endurskipulagningu Aurláka með samkomulagi þess efnis.

Ekki er færð nein skuldbinding í ársreikning Aurláka fyrir árið 2012 vegna málsins, en falli niðurstaða dómsmálsins Aurláka í óhag og félagið endurkrafið um skuldina segir í ársreikningnum að það geti skapað óvissu um áframhaldandi rekstrarhæfi félagsins.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér .