Magnús Ármann
Magnús Ármann
© vb.is (vb.is)

Imon ehf., sem er að fullu í eigu Magnúsar Ármann, var rekið með 3,4 milljóna króna tapi í fyrra. Samkvæmt uppgjöri félagsins námu heildareignir 113 milljónum, þar af var eigð fé um 55 milljónir en skuldir námu 58,2 milljónum króna.

Árið 2009 leysti Landsbankinn til sín stofnfjárbréf Imons í Byr sparisjóði og er tekið fram að ágreiningur sé um verðmat þeirra stofnfjárbréfa og að hann hafi ekki enn verið til lykta leiddur.

Stjórn Imons telur að með yfirtökunni hafi verið gert fullnaðaruppgjör við Landsbankann um eftirstöðvar skulda. Í áritun endurskoðenda er tekið fram að eigið fé félagsins geti breyst mikið verði niðurstaða mála óhagstæð og að þá muni verulegur vafi leika á rekstrarhæfi þess.