Aðalfundur Vaka fiskeldiskerfa sem haldinn var fyrir stuttu ákvað að greiða 75% arð til hluthafa. Samkvæmt upplýsingum frá félaginu hefur það á síðustu mánuðum lagt áherslu á að leigja búnað sem mælir stærð og vöxt fiska neðansjávar. Áður var þessi búnaður seldur en samningar um leigu til margra ára styrkja tekjugrunn félagsins verulega.

Þrátt fyrir erfiða tíma gengur fiskeldi í heiminum ágætlega. Samkvæmt upplýsingum sem fengust hjá félaginu hefur það á síðustu misserum verið að ná verulega aukinni markaðshlutdeild og nú eru flest helstu fiskeldisfyrirtæki í heiminum með búnað frá Vaka. Vaki býr sig nú undir að kynna þennan möguleika fyrir þeim fyrirtækjum sem hafa ekki nú þegar nýtt sér hann m.a. á sýningu sem er framundan í Noregi.