Háskólinn í Reykjavík og Útflutningsráð Íslands héldu morgunverðarfund á Grand Hóteli síðasta miðvikudag um markaðslegan ávinning fyrirtækja af samfélagslegri ábyrgð.

Einn fyrirlesara á fundinum var Henrik Marstrand, framkvæmdastjóri danska hönnunarfyrirtækisins Mater. Fyrirtækið var stofnað árið 2006 og hefur vakið mikla athygli fyrir vandaða hönnun en það fékk m.a. nýliðaverðlaunin árið 2007 hjá Wallpaper, einu virtasta hönnunartímariti heims.

Áherslur þess á samfélagslega ábyrgð hafa ekki síður vakið athygli en Mater leggur mikla áherslu á góða samvinnu við heimamenn í verksmiðjum sínum, styðja vel við handverkshefð þeirra og huga vel að umhverfismálum.

Henrik segir að stofnendur Mater hafi strax í upphafi viljað búa til sterkt alþjóðlegt vörumerki þar sem áhersla var lögð á samfélagslega ábyrgð samhliða vandaðri hönnun

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .