Í fréttatilkynningu frá Dóms- og kirkjumálaráðuneytinu segir að Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, Kristján Möller samgönguráðherra, Þórhallur Ólafsson, forstjóri Neyðarlínunnar, og Peter Haberl frá austurríska fyrirtækinu Frequentis hafi í dag ritað undir samning um nýjan fjarskiptabúnað fyrir Vaktstöð siglinga. Samningurinn var gerður fyrir tilstilli Ríkiskaupa.