*

sunnudagur, 16. febrúar 2020
Innlent 28. ágúst 2018 12:21

Vala leiðir nefnd um mótun matvælastefnu

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra sett á fót verkefnisstjórn sem hefur það hlutverk að móta matvælastefnu fyrir Ísland.

Ritstjórn
Vala Pálsdóttir er formaður Landssambands Sjálfstæðiskvenna.
Aðsend mynd

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra sett á fót verkefnisstjórn sem hefur það  hlutverk að móta matvælastefnu fyrir Ísland. Matvælastefnan skal liggja fyrir í árslok 2019. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ráðuneytinu. 

Verkefnisstjórnina skipa:

  • Vala Pálsdóttir, formaður, skipuð af ráðherra
  • Ingi Björn Sigurðsson, skipaður af ráðherra
  • Ragnheiður Héðinsdóttir tilnefnd af Samtökum iðnaðarins
  • Anna Guðmundsdóttir, tilnefnd af Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi
  • Sigurður Eyþórsson, tilnefndur af Bændasamtökum Íslands

Verkefnastjórar koma frá Matís og auk þess mun Matarauður Íslands eiga áheyrnarfulltrúa.

Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er lögð áhersla á að Ísland skuli vera leiðandi í framleiðslu á heilnæmum landbúnaðarafurðum og tryggð verði áframhaldandi samkeppnishæfni sjávarútvegs á alþjóðlegum mörkuðum. Þá beri að nýta tækifæri sem byggjast á áhuga á matarmenningu með sjálfbærni og gæði að leiðarljósi, þróa á lífhagkerfið enn frekar og stuðla að nýsköpun og vöruþróun til að auka virði afurða og byggðafestu.

Við mótun matvælastefnu mun verkstjórnin meðal annars horfa til samkeppnishæfni á alþjóðlegum markaði, mikilvægi þess að draga úr matarsóun og bættu aðgengi að hollum mat ásamt fleiri þáttum.