Viðskiptablaðið fékk nokkra spekinga til að segja skoðun sína á Valtentínusardeginum, þessa umdeilda degi:

Jakob Bjarnar Grétarsson.
Jakob Bjarnar Grétarsson.

„Ég myndi virka krumpaður ef ég segði að þetta Valentínusardæmi vera vemmilegt aðskotadýr frá henni Ameríku. Þannig að ég ætla að sleppa því,“ segir Jakob Bjarnar Grétarsson bókmenntafræðingur og bætir við: „Við eigum bóndadag og svo eru allir hinir dagarnir. (Hverjum datt það í hug að túlipani gæti verið smekkleg tilbrigði við súrsaða hrútspunga?) Nema, sem sagt; Þetta er oxymoron. Menn eiga að vera almennilegir og rómantískir alla daga.“

Valgerður Matthíasdóttir
Valgerður Matthíasdóttir

„Valentínusardeginum kynntist ég fyrst þegar ég bjó einu sinni í Bandaríkjunum og þar taka menn þetta alvarlega og ég fékk falleg bréf, en hér á landi hef ég aldrei tekið beinan þátt eða fengið Valentínusargjafir,“ segir Valgerður Matthíasdóttir arkitekt og fjölmiðlakona. En hún er hrifin af þessum sið: „Mér finnst þetta aftur á móti skemmtilegur siður og jákvæður. Hvað getur verið vont við það að segja einhverjum að manni þyki vænt um viðkomandi? Eða fá ástaryfirlýsingu? Það er bara gott mál.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.