Greiðri leið, sem er undirbúningsfélagi við gerð jarðganga undir Vaðlaheiði hefur verið breitt í framkvæmdafélag. Félagið er í eigu KEA, Akureyrarbæjar og fleiri aðila. Á aðalfundi félagsins í fyrradag var ákveðið að auka hlutafé félagsins úr 4 í 100 milljónir króna. Hyggst félagið fjármagna gerð 7 kílómetra jarðganga undir Vaðlaheiði sem boruð verði á árunum 2008 til 2011. Reiknað er með að göngin kosti 4 milljarða króna og verði greidd með veggjöldum og 500 milljóna króna stofnframlagi ríkisins. Veggjöld eiga að vera helmingi lægri en í Hvalfjarðagöngum og á að afhenda ríkinu göngin til eignar að uppgreiðslutíma loknum.

Umferð um veginn yfir Vaðlaheiði hefur verið að aukast jafnt og þétt síðustu árin. Í fyrra var umferðin talin vera um 1000 bílar á dag eða nærri tíu sinnum meiri en umferð á milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar þar sem áætlaða er að bora tvöfalt dýrari jarðgöng.