*

laugardagur, 31. júlí 2021
Innlent 25. janúar 2018 15:11

Vald ráðherra sagt formsatriði

Settur formaður matsnefndar treystir ráðherrum ekki til að skipa dómara. Lögmaður bendir á að ábyrgðin er ráðherra.

Ritstjórn
Sigríður Andersen er dómsmálaráðherra.
Haraldur Guðjónsson

Jakob Möller lögmaður og settur formaður matsnefndar um hæfni umsækjenda um embætti héraðsdómara segir að skipunarvald dómsmálaráðherra sé aðeins formlegs eðlis að því Fréttablaðið greinir frá.

Segir hann að nefndinni hefði verið komið á fót því dómsmálaráðherrar hefðu sýnt að þeim væri ekki treystandi til að fara með skipunarvaldið að því er fram kom í framsögu hans á málþingi um fyrirkomulag dómaraskipana í HR í gær.

Hinn framsögumaður málþingsins, lögmaðurinn Haukur Örn Birgisson segir hins vegar að störf dómnefndarinnar væri ekki hafin yfir vafa og benti í því samhengi á misræmi í máli Gunnlaugs Claessen formanns nefndarinnar fyrir dómi.

„Ráðherra ber ábyrgð á skipun dómara samkvæmt 14. grein stjórnarskrárinnar og af þeim sökum verður ráðherra að hafa eitthvert svigrúm til mats,“ segir Haukur Örn.

„Hvernig stendur á því [að fjöldi hinna hæfustu er ávallt jafn fjölda umsækjenda]? Jú, að mínu viti er það út af því að þetta ágæta fólk sem situr í þessum nefndum, það vill sjálft ráða því hverjir verði skipaðir dómarar.“