Mary Barra, forstjóri bandaríska bílaframleiðandans General Motors, er í efsta sæti lista Fortune yfir valdamestu konur í viðskiptalífi heimsins. Barra, sem tók við stjórnartaumunum hjá GM fyrir tveimur árum, hækkar um eitt sæti á listanum og tekur fram úr forstjóra IBM, Ginni Rometty, sem fellur niður í þriðja sæti listans. Indra Nooyi, forstjóri og stjórnarformaður PepsiCo er í öðru sæti listans.

Af þeim fimmtíu konum sem nefndar eru í umfjöllun Fortune eru 27 forstjórar stórfyrirtækja, en samanlagt er markaðsvirði fyrirtækjanna sem konurnar stjórna um 1.000 milljarðar dala.

Tíu valdamestu konur í viðskiptalífi heimsins samkvæmt Fortune:

  1. Mary Barra - Forstjóri GM
  2. Intra Nooyi - Forstjóri og stjórnarformaður PepsiCo
  3. Ginni Rometty - Forstjóri IBM
  4. Marillyn Hewson - Forstjóri og stjórnarformaður Lockheed Martin
  5. Ellen Kullman - Forstjóri og stjórnarformaður DuPont
  6. Abigail Johnsons - Forstjóri Fidelity Investments
  7. Meg Whitman - Forstjóri og stjórnarformaður Hewlett-Packard
  8. Sheryl Sandberg - Rekstrarstjóri Facebook
  9. Irene Rosenfeld - Forstjóri og stjórnarformaður Mondelez International
  10. Phebe Novakovic - Forstjóri og stjórnarformaður General Dynamics

Listann í heild sinni má sjá á vefsíðu Fortune .