Eggert B. Ólafsson, lögmaður og sérfræðingur í samkeppnisrétti bendir á að völd Samkeppniseftirlitisns séu umtalsverð í samrunamálum því erfitt geti verið fyrir fyrirtæki í raun að skjóta samrunamálum til úrskurðarnefndar samkeppnismála og svo til dómstóla fallist fyrirtæki ekki á ákvarðanir eftirlitsins. „Þá tekur fyrir ferli sem tekur nokkra mánuði og upp í tvö ár. Kannski er tilgangurinn og drifkrafturinn a bak við sameininguna alveg farinn þá,“ segir Eggert.

„Það má færa góð rök fyrir því að Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, sé valdamesti maðurinn í íslensku viðskiptalífi.“ Hagar áfrýjuðu ekki ákvörðun Samkeppniseftirlitisns um að hafna samruna Haga við Lyfju. Hagar bentu á að áfrýjunarnefnd samkeppnismála rannsaki ekki með sjálfstæðum hætti stöðu fyrirtækja á markaði heldur byggi á upplýsingum sem Samkeppniseftirlitið hefði þegar aflað. Því væri ólíklegt að áfrýjunarnefndin myndi snúa við ákvörðun Samkeppniseftirlitisns.

Nánar má lesa um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð , aðrir geta skráð sig í áskrift hér.