*

miðvikudagur, 8. desember 2021
Fólk 5. febrúar 2020 09:57

Valdimar Ármann til Arctica Finance

Fyrrum forstjóri GAMMA hefur gengið til liðs við Arctica Finance.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Valdimar Ármann, fyrrverandi forstjóri GAMMA hefur verið ráðinn sem sérfræðingur í markaðsviðskiptum Arctica Finance. Þetta kemur fram í frétt Markaðarins

Valdimar lét af störfum sem forstjóri GAMMA í september á síðasta ári en hafði stýrt félaginu frá árinu 2017 en hann hafði áður verið framkvæmdastjóri sjóða. Áður en hann gekk til liðs við GAMMA starfaði hann um 7 ára skeið í London og New York, fyrst hjá ABN AMRO og síðast hjá Royal Bank of Scotland.