Valdimar Óskarsson tekur við starfi framkvæmdastjóra Syndis eftir langa dvöl erlendis. Hann bjó 10 ár í Danmerku sem rekstrarstjóri Betware, nú Novomatic, og vann einnig sem ráðgjafi hjá Sensa. Hann hefur með meistaragráðu í upplýsingatækniöryggi og hefur komið víða að í öryggismálum. Til að mynda sinnti gæðaeftirliti við innleiðingu öryggisstaðla hjá nSense, sem sameinaðist F-secure árið 2015. Hann flutti svo til Möltu árið 2012 og tók við starfi sem yfirmaður öryggismála (CSO) hjá Betsson Group sem er alþjóðlegt fyrirtæki á sviði leikja og veðmála, og tók við sem yfirmaður upplýsingaöryggis (CISO) hjá Transfast árið 2015, sem er bandarískt fjármálafyrirtæki með starfstöðvar um allan heim. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu.

Syndis er fyrirtæki í upplýsingaöryggi og framkvæmir m.a. öryggisúttektir fyrir mörg af stærstu tækni- og fjármálafyrirtækjum heims.

„Það er aðkallandi þörf á að bæta öryggismál á Íslandi enda víða pottur brotinn. Syndis hefur verið leiðtogi á þessu sviðu undanfarin ár og ég hlakka til að efla og rækta starf fyrirtækisins enn frekar bæði heima og utan. Sérfræðingar búast við áframhaldandi örum vexti í öryggisgreininni alþjóðlega, svo þetta eru jafnframt spennandi og krefjandi tímar", segir Valdimar að lokum.