Ísbúðin Valdís hagnaðist um 17,7 milljónir króna árið 2019 miðað við 20,2 milljóna króna hagnað árið 2018. Tekjur félagsins dróst saman, úr 132 milljónum króna í 125 milljónir króna.

Launa- og starfsmannakostnaður lækkaði einnig, eða úr 59,4 milljónum í 53,2 milljónir króna. Eignir félagsins voru metnar á 63 milljónir króna í árslok og eigið fæ 55 milljónir króna en skuldir 8 milljónir króna. Félagið fjárfesta fyrir 11 milljónir á árinu og greiddi 10 milljónir króna í arð.

Valdís opnaði Ísbúð sumarið 2013 á Grandagarði í Reykjavík og hefur síðan þá bætt við ísbúðum á Frakkastíg, sem og á Hvolsvelli og Akureyri. Félagið er í eigu Gylfa Þórs Valdimarssonar og Önnu Svövu Knútsdóttur.