Brasilíski námarisinn Vale (áður CVRD) hefur átt í viðræðum við svissneska námafyrirtækið Xstrata um yfirtökutilboð sem gæti hljóðað upp á 40 milljarða punda. Í Hálffimm fréttum Kaupþings segir að Vale hafa tryggt sér um 25 milljarða punda fjármögnun frá nokkrum af stærstum bönkum heims en erfiðar aðstæður á lánsfjármörkuðum gætu komið í veg fyrir að Vale stígi skrefið til fulls.

Hluturinn í Xstrata fór á um 35 pund í dag en orðrómur er um að Vale muni bjóða gengið 42-48. Þá gæti afstaða brasilíska ríkisins, sem á 53% hlutafjár í Vale, reynst Þrándur í götu en pólítíkusar óttast að útrás Vale muni bitna á innlendri hrávöruframleiðslu.