Kanadíski lyfjarisinn Valeant hefur keypt hefur keypt bandaríska fyrirtækið Bausch & Lomb, sem sérhæfir sig í ýmsum þáttum tengdri tengdri sjón, framleiðir m.a. linsur og hjúkrunarvörur fyrir augnsjúkdóma. Kaupverðið nemur 8,7 milljörðum dala, jafnvirði eittþúsund milljarða króna. Rúmur helmingur kaupverðsins er greiddur með reiðufé en afgangurinn, 4,2 milljarðar dala, er greiddur með yfirtöku á skuldum.

Erlendir fjölmiðlar, s.s. Reuters-fréttastofan , segja þetta aðra stóru yfirtökufréttina í lyfjageiranum á einni viku en í síðustu viku var greint frá því að Actavis hefði keypt fyrirtækjafyrirtækið Warner Chilcott fyrir 8,5 milljarða dala. Valeant hafði reyndar önnur fyrirtæki í sigtinu en í apríl var greint frá því að viðræðum um kaup Valeant á Actavis stæðu yfir. Rætt var um 13 milljarða dala kaupverð á Actavis. Ef kaupin hefðu gengið eftir hefði það orðið umsvifamestu fyrirtækjakaup Valeant til þessa . Viðræðum var slitið þegar nær dró mánaðamótum.