*

miðvikudagur, 20. janúar 2021
Erlent 28. ágúst 2020 14:49

Valfrjáls uppsögn hjá Coca-Cola

Coca-Cola hefur gripið til aðgerða sem liður í endurskipulagningu, kostnaður þeirra er metinn á 48-76 milljarða króna.

Ritstjórn
epa

Coca-Cola hyggst bjóða 4.000 starfsmönnum í Bandaríkjunum, ásamt Púertó Ríkó og Kanada, valfrjálsa uppsögn (e. voluntary-separation packages). Valkosturinn mun ná til þeirra starfsmanna sem hafa unnið hjá félaginu í þrjú ár eða skemur. Ásamt þessari aðgerð verður einhverjum starfsmönnum sagt upp.

Aðgerðin mun ekki einungis afmarkast við fyrrnefnd lönd en félagið hefur hvorki gefið upp hve margir starfsmenn fá slíkan valkost annars staðar né hve mörgum verður sagt upp. Yfir 86 þúsund manns starfa hjá gosframleiðandanum. Umfjöllun á vef WSJ.

Aðgerðirnar er liður í endurskipulagningu félagsins en kostnaðurinn við valfrjálsu uppsagnirnar fyrir Coca-Cola er metinn á um 350-550 milljónir dollara, andvirði 48-76 milljarða króna. Árið 2017 tilkynnti félagið að langtímastefna þess væri að fækka starfsmönnum um 20%.

Stikkorð: Coca-Cola uppsagnir