*

miðvikudagur, 19. janúar 2022
Innlent 26. febrúar 2021 16:28

Valgeir hættir hjá VÍS

Valgeir M. Baldursson mun láta af störfum sem framkvæmdastjóri kjarnastarfsemi hjá VÍS á næstu vikum.

Ritstjórn
Valgeir M. Baldursson
Haraldur Guðjónsson

Valgeir M. Baldursson, framkvæmdastjóra kjarnastarfsemi hjá VÍS, hefur ákveðið á láta af störfum hjá félaginu. Í tilkynningu til Kauphallarinnar segir að hann hafi tekið við nýju starfi án þess að það sé tilgreint nánar. 

„Ég þakka Valgeiri fyrir frábært starf í þágu VÍS og þátt hans í þeirri miklu uppbyggingu sem hefur átt sér stað á síðustu árum. Um leið og ég þakka honum fyrir samstarfið óska ég honum velfarnaðar í nýju starfi,“ er haft eftir Helga Bjarnasyni, forstjóra VÍS. 

Valgeir var ráðinn til VÍS árið 2017 en hann starfaði áður sem forstjóri Skeljungs á árunum 2011-2014. Gert er ráð fyrir að Valgeir starfi áfram innan VÍS næstu vikurnar þótt dagsetning starfsloka sé ekki ákveðin.