*

þriðjudagur, 15. október 2019
Innlent 11. júní 2019 09:52

Valgerður fer úr varastjórn VÍS

Valgerður Halldórsdóttir, varamaður í stjórn VÍS, hefur sagt sig úr varastjórn félagins.

Ritstjórn
Vala Halldórsdóttir er framkvæmdastjóri Framtíðarinnar.
Haraldur Guðjónsson

Vátryggingafélagi Íslands hefur borist tilkynning frá Valgerði Halldórsdóttur, varamanni í stjórn félagsins, um úrsögn hennar úr varastjórn félagins.

Ástæða úrsagnar er sú að hún er starfsmaður tengds félags við eftirlitsskyldan aðila, og uppfyllir því ekki skilyrði 1. mgr. 42. gr. laga nr. 100/2016.

Eftirfarandi skipa stjórn og varastjórn félagsins:

- Valdimar Svavarsson, formaður
- Vilhjálmur Egilsson, varaformaður
- Gestur Breiðfjörð Geirsson
- Marta Guðrún Blöndal
- Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir

Varamenn:
Sveinn Friðrik Sveinsson