Valgerður Þ.E. Guðjónsdóttir hefur verið ráðinn sem verkefnisstjóri kennslu á kennslusviði Háskólans á Bifröst, en hún tók við stöfum í byrjun ágúst.

Mun hún meðal annars hafa umsjón með gerð kennsluáætlana og stundaskráa, ásamt framkvæmd kennslumats og kennslufræðileg ráðgjöf. Auk þess mun hún sjá um skipulagningu vinnuhelga og námskeiðsframboðs.

Valgerður hefur kennt á framhaldsskólastigi í Menntaskólanum í Kópavogi, Menntaskólanum á Akureyri, Fjölbrautaskóla Suðurnesja og Iðnskólanum í Reykjavík, en þar var hún deildarstjóri. Hefur hún komið að gerð námsskrár, námsefnis og viðmiðaramma auk þess að sinna verkefnastjórn Gulleggsins og sem leiðsögumaður.

Valgerður er með meistarapróf í opinberri stjórnsýslu frá Háskóla Íslands, diplómagráðu í stjórnun frá framhaldsdeild Kennaraháskóla Íslands, M.A. gráðu í þýsku og menntunarfræðum frá Macquarie University, School of Modern Languages, í Ástralíu og uppeldis- og kennslufræði frá HÍ.