Valgerður Sverrisdóttir, alþingismaður gerði íslensku krónuna að umræðuefni í ræðu sinni á Iðnþingi. Hún sagði margt benda til þess að hagkerfið væri of lítið til að bera eigin gjaldeyri.

Valgerður sagði að ekki væri hægt að bjóða atvinnulífinu og einstaklingum upp á þá háu stýrivexti sem nú eru. Þá væri einnig hætta á gengisfellingu íslensku krónunnar vegna mikillar skuldabréfaútgáfu.

Valgerður sagði að nú væru komin tvö ár síðan hún hefði sett pistill inn á heimasíðu sína um möguleika þess að taka upp annan gjaldmiðil en íslensku krónunnar.

Hún sagði umræðuna hafa þróast síðan þá og miklar vangaveltur vera í þjóðfélaginu um máið. Þá sagði Valgerður að hún teldi útilokað að taka upp svissneskan franka þar sem evran væri ráðandi í hagkerfi Evrópu.

Ekki hvort, heldur hvenær

Valgerður sagði að það væri ekki spurning um hvort Ísland gengi í Evrópusambandið heldur hvenær.