Veitingahúsið NORD í Flugstöð Leifs Eiríkssonar var valið á dögunum sem fjórða besta veitingahúsið á flugvelli í heiminum og það besta í Evrópu samkvæmt tímaritinu Men's Journal .

Þá segir í umsögn tímaritsins að NORD hafi matseðil byggðan á íslenskri matargerð með nokkrum alþjóðlegum réttum á borð við pítsu. Þá sé hægt að gæða sér meðal annars á laxi, fiskböku og jógúrt á veitingastaðnum á meðan beðið er eftir flugi.

Besti veitingastaðurinn að mati tímaritsins er hins vegar Tortas Frontera á O'Hare International flugvellinum í Chicago í Bandaríkjunum.