Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur úrskurðað að ákvörðun Samkeppniseftirlitsins gagnvart Valitor frá því í apríl varðandi brot á samkeppnislögum á árunum 2007 og 2008 skuli standa óhögguð. Ber Valitor að greiða 500 milljónir króna í sekt vegna brotsins.

Í yfirlýsingu frá Valitor segist fyrirtækið vera ósátt við þennan úrskurð og telji að allt of langt hafi verið gengið í túlkun samkeppnislaga fyrirtækinu í óhag og að gagnrök Valitor hafi í veigamiklum atriðum verið virt að vettugi. Þá segir Valitor að sektarupphæðin sé án fordæma og verulega íþyngjandi fyrir fyrirtækið.

Valitor hefur ekki tekið ákvörðun um hver næstu skref í málinu verða.