Iterion Holding, sem er erlent dótturfélag Valitor, hefur keypt danska greiðslumiðlunarfyrirtækið AltaPay í Kaupmannahöfn. Er þetta í fyrsta sinn í þrjátíu ára sögu Valitor sem það kaupir fyrirtæki. Þetta kemur fram í Markaðnum á Fréttablaðinu.

Viðar Þorkelsson, forstjóri Valitors, segir í samtali við Markaðinn að kaupin séu rökrétt framhald af nánu samstarfi félaganna undanfarin ár þar sem stór hluti af viðskiptavinum AltaPay sé í færsluhirðingu hjá Valitor.

Hann segir ljóst að kaupin muni auka vöruframboð á lykilmörkuðum á Norðurlöndunum. „Við erum að bæta við vöruframboði sem við höfum ekki í dag en þeir eru með,“ segir Viðar.