VALITOR  færði  í gær fulltrúum Hjálparstarfs kirkjunnar og Mæðrastyrksnefnd  fjárstyrk sem ætlaður er til að styrkja það „góða og öfluga starf sem fram fer hjá samtökunum,“ eins og það er orðað í tilkynningu frá VALITOR.

Í tilkynningunni kemur fram að hvor samtök um sig fengu eina milljón króna, samtals 2 milljónir króna.

Höskuldur H. Ólafsson, forstjóri VALITOR afhenti Ragnhildi G. Guðmundsdóttur, formanni Mæðrastyrksnefndar og Jónasi Þóri Þórissyni, framkvæmdastjóra Hjálparstarfs kirkjunnar styrkinn.

„Hjálparstarf þessara aðila hefur lengi gengt mikilvægu hlutverki í Íslensku samfélagi, en þó er þörfin fyrir aðstoð þeirra sérstaklega brýn um þessar mundir,“ segir í tilkynningu VALITOR.