Valitor tapaði tæplega 1,2 milljörðum króna á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Þetta má lesa út úr árshlutauppgjöri Arion banka sem birt var í fyrradag.

Í fyrra þegar félagið tapaði 1,8 milljarði á fyrsta ársfjórðungi. Í uppgjörinu er sagt að það tap hafi litast af 1,2 milljarða króna bótagreiðslu Valitor til Sunshine Press Productions og Datacell. Dómur í því máli féll snemma í apríl á síðasta ári.

Valitor er að fullu í eigu Arion banka en bankinn stefnir að því að selja félagið. Citi bank hefur aðstoðað í söluferlinu en markmiðið er að nýr eigandi finnist innan árs. Bókfært virði félagsins í bókum Arion er nú rúmir 5,5 milljarðar króna en var 6,5 milljarðar króna á sama tíma í fyrra.