„Valitor varar við nýjum svikapóstum sem sendir hafa verið í nafni Netflix til almennings, nú síðast í gær. Efni póstanna er fölsk tilkynning um að fyrirtækið sé í vandræðum með innheimtuupplýsingar fyrir viðkomandi og að hún/hann þurfi að uppfæra kortaupplýsingar sínar. Þrjótarnir senda tölvupóst á fólk, hvort sem það er með Netflix áskrift eða ekki,“ þetta kemur fram í tilkynningu frá Valitor.

„Svikaupplýsingarnar eru settar fram í þremur skrefum. Skref 1 er tölvupósturinn sjálfur en skref 2 og 3 eru síðurnar hjá “Netflix” (sem er reyndar frá bizalmo.se ef glöggt er að gáð). Einnig virðist vera í gangi svikapóstur þar sem látið er líta út fyrir að sent sé í nafni Símans. Fólki er eindregið ráðlagt að opna póstinn ekki, smella ekki á hlekkinn sem fylgir með og gefa ekki undir neinum kringumstæðum upp kortaupplýsingar, best er að eyða póstinum strax. Hafi fólk brugðist við slíkum pósti er brýnt að hafa samband við þjónustuver Valitor.“