Samfélagssjóður greiðslukortafyrirtækisins Valitor veitti á gamlársdag fimm styrki. Hlutverk sjóðsins er að styðja við vandlega valin málefni sem bæta mannlíf og efla. Styrkveitingum var skipt í tvennt og var fyrri úthlutun í fyrrasumar. Heildarúthlutun síðasta árs nam 7,8 milljónum króna.

Í tilkynningu segir að eftirtaldir aðilar hlutu styrk úr sjóðnum: Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar, Hjartaheill vegna átaksins, Björgunarsveit Hafnarfjarðar til kaupa á búnaði í leitartæknikistu hópsins, Eygló Dóra Davíðsdóttir til að stunda meistaranám í fiðluleik við Tónlistarháskólann í Lubeck og Jón Þ. Reynisson til að stunda harmonikunám við Det Kongelige Danske Musikkonservatorium.

Fram kemur í tilkynningu frá Valitor að sjóðurinn var stofnaður fyrir 21 ári og hafi á þeim árum verið veittir samtals 153 styrkir til einstaklinga og samtaka sem láta til sín taka á sviði menningar-, mannúðar-, samfélags- og velferðarmála.