Skýrslan Valkostir Íslands í gjaldmiðils- og gengismálum verður birt í dag. Hún verður kynnt fjölmiðlum klukkan 16 í dag og verður þá aðgengileg á vef Seðlabanka Íslands.

Skýrslan er rúmlega 600 blaðsíður að lengd og er 25 kaflar. Þar er fjallað um þá valkosti sem Ísland hefur í gjaldmiðils- og gengismálum. „Þótt megináherslan sé á að skoða kosti og galla þess að leggja af krónuna og taka upp evru með aðild að evrusvæðinu, spannar umfjöllunin einnig kosti og galla aðildar að öðrum myntsvæðum, upptöku annars gjaldmiðils auk annars konar gengistenginga,“ segir í tilkynningu frá Seðlabankanum.