Valtýr Sigurðsson ríkissaksóknari hefur ákveðið að láta af störfum 1. apríl næstkomandi eftir rúmlega þrjú ár í starfi.

Valtýr staðfestir þetta við Viðskiptablaðið. Fréttastofa RÚV greinir frá.

Í samtali við fréttastofu RÚV segir hann að eftir 40 ára starfsferil væri einfaldlega nóg komið. Hann hefði gjarnan viljað ljúka þeirri uppbyggingu sem hann stefndi að hjá embættinu en ekki hefði reynst tími til þess.

Embættið veðrur 50 ára þann 1. júlí næstkomandi. Valtýr segir eðlilegt að nýr maður taki við og móti framtíðarstefnu embættisins.