© Aðsend mynd (AÐSEND)

Valtýr Guðmundsson hefur verið ráðinn forstjóri Okkar líftrygginga. Hann tekur við starfinu á morgun af Erni Gústafssyni sem lætur af störfum á sama tíma.

Fram kemur í tilkynningu frá fyrirtækinu að breytt framtíðarsýn kalli á nýjar áherslur í rekstri og stjórnun félagsins. Því hafi verið gert samkomulag um að Örn láti af störfum. Örn hefur setið í forstjórastóli Okkar líftrygginga í 11 ár.

Valtýr Guðmundsson var áður forstöðumaður fyrirtækjaþjónustu viðskiptabankasviðs Arion banka. Hann hefur unnið hjá Arion banka og forverum bankans frá árinu 1995 m.a. svæðisstjóri á Suðurlandi, útibússtjóri á Suðurlandsbraut og sem forstöðumaður í eignastýringu.

Valtýr er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands og löggiltur verðbréfamiðlari. Hann er giftur Tinnu Kristínu Snæland tannlækni og eiga þau saman þrjár dætur á aldrinum 5 til 11 ára.