Bandaríska kvikmyndin Breaking Dawn hefur halað inn um 588 milljónum dala á þeim þremur vikum sem hún hefur verið sýnd í kvikmyndahúsum um allan heim. Myndin er sú nýjasta í röð sem byggja á vampírusögunum Twilight. Upphæðin jafngildir um 70 milljörðum króna.

Tímaritið Forbes fjallar um málið og segir Twilight-sögurnar meira en menningarlegt fyrirbæri, það sé einnig gríðarlega stórt fjármálabatterý. Twilight hefur notið mikilla vinsælda á síðustu árum. Alls nema tekjur af sölu varnings tengdum sögunum um 2,4 milljörðum dala og enn á ein mynd eftir að koma út.