BBC greinir frá því að Manchester United sé búið að reka knattspyrnustjórann Louis van Gaal og verður Jose Mourinho ráðinn í hans stað.

Hollendingurinn hefur stýrt Manchester United undanfarin tvö ár, en hann átti ár eftir af samningi sínum eftir tímabilið. Undanfarna daga hafði verið greint frá því að Van Gaal myndi missa starfið þrátt fyrir að hafa gert United að bikarmeisturum um helgina.

Talið er að Mourinho verði staðfestur sem arftaki Van Gaal eftir fund með forráðamönnum Manchester United á morgun.