Vandamálin í rekstri Glitnis voru augljós þar sem að hann gat ekki laðað til sín innlánaeigendur í sama mæli og Kaupþing og Landsbanki.

Þetta er mat Andres Hakansson sérfræðings UBS. Dow Jones-fréttaveitan hefur eftir honum að hætta sé að innlánseigendur kunni nú að draga fé sitt af reikningum sínum í öðrum íslenskum bönkum og það geti leitt til þess að fjármögnun þeirra verði erfiðari.

Hakansson segir að menn horfi fyrst og fremst á gæði þeirra eigna sem eru í bókum íslenskra banka.