*

föstudagur, 18. september 2020
Erlent 23. október 2019 09:57

Vandræði Boeing bitna á hagvexti

Kyrrsetning 737 Max vélanna hefur dregið úr hagvexti, minnkað framleiðni og valdið miklum tekjusamdrætti í framleiðslu.

Ritstjórn
Frá verksmiðjum Boeing í Seattle þar sem höfuðstöðvar félagsins er staðsettar.
Gísli Freyr Valdórsson

Boeing er stærsta framleiðslufyrirtæki í útflutningi í Bandaríkjunum og einn stærsti vinnuveitandi landsins. Vörur félagsins kosta hundruð milljónir dollar í framleiðslu og framleiðslan þarfnast aðföng frá þúsundum annarra fyrirtækja. Af þessum sökum hefur kyrrsetning 737 Max vélanna haft víðtækar og miklar afleiðingar fyrir hagkerfið í heild. 

Þetta kemur fram í grein eftir Megan Greene, fræðimann við Harvard Kennedy School, í Financial Times, sem fjallar um áhrif vandræða Boeing á bandarískt efnahagslíf. Greene segir vandræði Boeing hafi ekki síður haft neikvæð áhrif á landsframleiðslu en viðskiptahindranir og samdráttur í eftirspurn eftir útflutningsvörum, eins og Jay Powell, bankastjóri Seðlabanka Bandaríkjanna vill meina. 

Að meðaltali hafi sjálfstæðir hagfræðingar áætlað að vöxtur landsframleiðslu á öðrum ársfjórðungi hafi verið 0,25 prósentustigum lægri vegna Boeing vandræðanna. Hagfræðiráðgjafar Hvíta hússins vilja að meina að vegna vanda flugvélaframleiðandans hafi hagvöxtur á tímabilinu mars-júní sl. verið 0,4 prósentustigum minni en ella. 

Boeing er ekkert venjulegt fyrirtæki að mati Greene. Útflutningsverðmæti félagsins á síðasta ári nam 180 milljörðum dollara sem er meira en allur útflutningur Bandaríkjanna til Kína. Kyrrsetning Max 737 hafa verið lykilþáttur í 7,5% samdrætti í útflutningi á öðrum ársfjórðungi núna í ár. 

Stærð félagsins og mikilvægi þess fyrir vöruskiptajöfnuð Bandaríkjanna geri það að verkum að frekari tafir á kyrrsetningu Max 737 geti haft úrslitaáhrif á hvort Bandaríska hagkerfið sé á leið í niðursveiflu eða ekki.