*

mánudagur, 13. júlí 2020
Erlent 29. maí 2017 11:35

Vandræði British Airways halda áfram

Þriðji dagur vandræða breska flugfélagsins.

Ritstjórn
european pressphoto agency

Breska flugfélagið British Airways hefur greint frá því að það þurfi að aflýsa 27 flugum á styttri flugleiðum í dag frá Heathrow flugvelli. Þetta er því þriðji dagurinn af vandræðum félagsins sem byrjuðu með bilun í tölvukerfi á laugardag. 

Hlutabréfaverð IAG sem er eigandi British Airways hefur lækkað um 2% það sem af er degi.

Í frétt Wall Street Journal kemur fram að greiningaraðilar meti tjón flugfélagsins af tæknibiluninni á um 82 milljónir evra eða um 9,2 milljaraða króna.  Í fréttinni kemur einnig fram að British Airways hafi þurft að aflýsa yfir 600 flugferðum á síðustu 2 dögum.

Stikkorð: Airways British