Raftækjafyrirtækið Samsung virðist ekki eiga sjö dagana sæla, þar sem að nú hefur komið upp annað dæmi þess að vörur frá þeim springa. Áður voru það farsímar fyrirtækisins, en nú á fyrirtækið í viðræðum við neytendasamtök í Bandaríkjunum, vegna þvottavéla fyrirtækisins sem eiga að hafa sprungið. Þetta kemur fram á vef BBC .

Nefnd um vöruöryggi í Bandaríkjunum hefur gefið út yfirlýsingu þar sem varað er við vandamálum tengdum þvottavélunum sem eru topphlaðnar.

Fullyrða að vélar hafa sprungið

Á vefsíðu Samsung kemur fram að það getur komið fyrir að titringur frá vélunum geti valdið meiðslum á einstaklingum eða skemmdum á húsmunum þegar er verið að þvo stóran þvott. Fyrirtækið mælir með því að fólk athugi framleiðslunúmer véla sinna á heimasíðu Samsung til að sjá hvort að að þvottavélin sé af þeirri gerð sem um er rætt. Ef svo reynist þá er mælt með því að þvotturinn sé undinn á lægri stillingu.

Bandarískt lögfræðifyrirtæki fullyrðir einnig að einhverjar af tegundum topphlöðnu þvottavélum hefðu sprungið og hyggst því höfðar mál á hendur Samsung.