SAAB óskar eftir greiðsluskjóli í dag þar sem það þarf tíma til að koma rekstrinum í rétt horf. Vandræði SAAB hafa verið að hrannast upp undanfarið og í vor gátu þeir ekki greitt birgjum sínum. Kínversk fyrirtæki keypti 30% hlut í byrjun maí sem varð til þess að framleiðsla hófst aftur eftir stutt stopp. SAAB verður að fá greiðsluskjól til að geta greitt laun. Því var áður bjargað frá gjaldþroti í byrjun árs 2010 þegar núverandi eigendur keyptu það að General Motors.