Hlutabréf verð spænska bankans Bankia hefur hrunið og fer enn lækkandi. Bankia var sem kunnugt er tekinn yfir af spænskum stjórnvöldum í síðustu viku.

Verðið hefur lækkað um 50% það sem af er maí mánuði. Á vef breska ríkisútvarpsins BBC kemur fram að ástæðan áfamhaldandi verðlækkana sé helst talin vaxandi áhyggjur af fjárhag bankans og landsins í heild. Yfirvöld á Spáni hafa þvertekið fyrir að bankaáhlaup hafi átt sér stað og viðskiptavinir bankans tekið meira en 1 milljarð evra af sparifé sínu úr bankanum. Í frétt BBC kemur fram að orðrómur um slíkt hafi engu að síður verið uppi.

Á sama tíma hafa vaxtakjör spænskra yfirvalda versnað til muna. Yfirvöld hafa þurft að greiða umtalsvert hærri vexti á lánum á alþjóðlegum markaði á síðustu dögum og er þar einnig vaxandi áhyggjum af ástandi enfahags landsins um að kenna.