„Það hefur ekki verið borið undir okkur og við höfum ekki tekið afstöðu til þess," segir Páll Gunnar Pálssonum, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, um það að Fréttablaðið hafi frá því á föstudag verið prentað í Landsprenti, prentsmiðju Árvakurs.

Fram kemur í máli Ara Edwald, forstjóra 365 miðla, í Fréttablaðinu í dag að þetta sé þó einungis tímabundin ráðstöfun vegna stöðunnar á pappírsbirgðum hjá Ísafoldarprentsmiðju.

Hjá Samkeppniseftirlitinu liggur ósk um heimild til samruna útgáfufélaga Fréttablaðsins og Morgunblaðsins. „Samkeppniseftirlitið sendi samrunaaðilum andmælaskjal en í því felst að eftirlitið sá samkeppnisleg vandkvæði á samrunanum í heil sinni," segir Páll Gunnar.

„Í framhaldi af andmælaskjalinu hefur verið til skoðunar hvort unnt sé að heimila samruna á sviði prentunar og dreifingar með skilyrðum. Við erum að bíða eftir upplýsingum frá samrunaaðilum sem lúta að þessu og boltinn er hjá þeim."

Enn hefur ekkert komið fram í málinu, segir hann, sem gefur til kynna að unnt sé að heimila samruna á útgáfuhliðinni.