Heimsmarkaðsverð á vanillubaunum hefur rúmlega þrefaldast á undanförnu ári á sama tíma og framboð hefur dregist saman og gæðin hafa versnað.

Ríkið er stærsti framleiðandi á vanillu í heiminum og framleiðir um það bil þriðjung af allri vanillu sem er framleidd. Þessa mikla hækkun heimsmarkaðsverðs hefði átt að vera mikil búbót fyrir Madagaskar. Í stað þess hefur ríkisstjórn landsins nýlega þurft að grípa til aðgerða til að auka við framleiðsluna, vernda gæðin til að reyna að halda við markaðshlutdeild sína.

Verð á vanillu hefur haldist lágt í um það bil áratug og fjöldi ræktenda víða um heim skipti úr vanilluframleiðslu yfir í aðra tegundir. Á sama tíma hélst framleiðslan á Madagaskar svo til óbreytt vegna lág starfsmannakostnaðar þar í landi.

Þegar verðið á vanillu byrjaði að hækka fyrir um það bil ári þá byrjuðu ræktendur að týna baunirnar fyrr í þroskaferlinu og pökkuðu þeim í lofttæmdar umbúðir; í stað þess að leyfa þeim að þroskast eðlilega og þurka þær síðan eins og var gert áður. Þetta leiddi til þess að baunirnar voru bragðminni og af verri gæðaflokki.

Greinin nýtt til peningaþvættis

Á sama tíma var töluvert um að greinin væri nýtt í peningaþvætti. Eftir að ríkisstjórn landsins bannaði skógarhögg á rósarvið þá var hagnaður af ólöglegum útflutningi af skógarhögginu nýttur til að kaupa baunir af bóndum, sem voru síðan seldar löglega. Þeir sem voru að stunda peningaþvættið var sama þótt þeir væru ekki að kaupa full-þroskaðar baunir.

Þetta hefur leitt til þess að uppskeran á Madagaskar hefur dregist saman auk þess sem minna framboð er á hágæða baunum. Verðið hefur hækkað úr 60 Bandaríkjadölum og er nú um það bil 250 dalir á hvert kíló af vanillubaunum. Verðið var 20 dalir árið 2012.

Madagaskar hefur einnig bannað útflutning á baunum í lægri gæðaflokkum og hafa stóraukið við eftirlit með greininni. Stjórnvöld brenndu nýlega hundruður tonna af grænum vanillubaunum.

Bloomberg greinir frá.